Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Blikar fá markvörð frá Bandaríkjunum (Staðfest)
Kvenaboltinn
Kayla reynir fyrir sér í íslenska boltanum.
Kayla reynir fyrir sér í íslenska boltanum.
Mynd: Delaware
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru búnir að styrkja sig með markverði úr bandaríska háskólaboltanum sem mun verja mark Blika á seinni hluta tímabilsins.

Blikar þurfa á markverði að halda þar sem Telma Ívarsdóttir er farin aftur út til Skotlands þar sem hún undirbýr sig fyrir nýtt tímabil með stórveldinu Rangers. Hún var varamarkvörður liðsins á síðustu leiktíð.

Kayla Elizabeth Burns flytur í Kópavoginn til að fylla í skarðið en hún er fædd árið 2002 og var valin besti markvörður ársins í fyrra í bandaríska háskólaboltanum, þegar hún varði mark University of Delaware.

Blikar eru í harðri titilbaráttu í Bestu deild kvenna þar sem liðið er jafnt Þrótti á toppinum með 25 stig eftir 10 umferðir. Telma hefur varið mark liðsins í sumar en hún var hjá Blikum á lánssamningi.
Athugasemdir
banner