Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sunderland farið að minna á Nottingham Forest
Armand Lauriente.
Armand Lauriente.
Mynd: EPA
Sunderland er farið að minna á Nottingham Forest hérna fyrir nokkrum árum.

Þegar Forest var að koma upp sem nýliðar eyddi félagið um 200 milljónum evra en Sunderland er nú þegar búið að eyða 115 milljónum evra.

Sunderland eru ekki hættir heldur. Félagið er búið að ná samkomulagi við ítalska félagið Sassuolo um kaup á framherjanum Armand Lauriente.

Kaupverðið er um 17,5 milljónir punda og hann skrifar undir fimm ára samning.

Hann skoraði 19 mörk á síðasta tímabili þegar Sassuolo komst upp í ítölsku úrvalsdeildina.

Það er einnig talað um að Sunderland sé að vinna í því að kaupa Granit Xhaka frá Bayer Leverkusen.
Athugasemdir
banner
banner