Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 19:52
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Zalgiris og Vllaznia mæta íslensku liðunum
Mögnuð endurkoma hjá HJK eftir að Helgi Mikael rak Norðmann af velli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Forkeppni Sambandsdeildarinnar er í fullu fjöri í dag og í kvöld og er ýmsum afar áhugaverðum leikjum lokið, þar sem HJK náði ótrúlegri endurkomu gegn NSÍ Runavík.

NSÍ hafði unnið fyrri leikinn 4-0 í Færeyjum en Runavíkingar misstu leikmann af velli snemma leiks í Helsinki í dag og heimamenn í HJK röðuðu inn mörkunum.

HJK tókst að skora fjögur mörk í venjulegum leiktíma svo leikurinn fór í framlengingu. Tíu leikmenn NSÍ réðu engan veginn við HJK og töpuðu í framlengingu. Þeir hefðu hæglega getað tapað stærra, en lokatölur í Finnlandi urðu 5-0. HJK mætir FC Arda Kardzhali frá Búlgaríu í næstu umferð.

Til gamans má geta að Helgi Mikael Jónasson dæmdi viðureignina í Helsinki og gaf rautt spjald snemma leiks. Sjáðu atvikið. Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson voru aðstoðardómarar, með Jóhann Inga Jónsson sem fjórða dómara.

HJK gjörsamlega herjaði á andstæðinga sína frá Færeyjum í viðureigninni og átti í heildina 60 marktilraunir á 120 mínútum. Þar af hentu varnarmenn NSÍ sér fyrir 30 marktilraunir og hæfðu 15 þeirra markrammann.

Albanirnir í liði Vllaznia, sem töpuðu gegn Val í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra, eru þá komnir áfram í næstu umferð eftir sigur í Lettlandi. Þar mæta þeir Íslandsmeisturum Víkings R. sem eru að rúlla yfir Malisheva frá Kósovó þessa stundina.

Í Wales komst Kauno Zalgiris áfram í næstu umferð með því að gera jafntefli og spilar við Val í næstu umferð. Kauno er staðsett í Kaunas í Litháen, um 100 kílómetra frá höfuðborginni Vilníus.

KA kemur inn í keppnina í næstu umferð en á gríðarlega erfiðan leiki framundan við danska félagið Silkeborg.

HJK Helsinki 5 - 0 NSI Runavik
1-0 Lucas Lingman ('18 )
2-0 Alexander Ring ('53 )
3-0 Santeri Hostikka ('79 )
4-0 Georgios Antzoulas ('90 )
5-0 Santeri Hostikka ('93 )
Rautt spjald: Fabian Ostigard Ness, NSI ('15)

Daugava D 2 - 4 Vllaznia
0-1 Alfred Mensah ('22 )
1-1 Wasiri Williams ('33 )
2-1 Boubou Diallo ('35 )
2-2 Andrey Yago ('45 )
2-3 Kevin Dodaj ('74 )
2-4 Esat Mala ('87 )

Penybont 1 - 1 Kauno Zalgiris
0-1 Aldayr Hernandez ('13 )
1-1 Nathan Wood ('17 )

Dila Gori 1 - 0 FC Racing Union
1-0 Ibrahima Drame ('90 )
Rautt spjald: Romain Ruffier, FC Racing Union ('35)

Santa Coloma 0 - 2 Borac BL
0-1 Sebastian Herrera ('71 )
0-2 Karlo Peric ('88 )
Rautt spjald: Hugo Ferreira, Santa Coloma ('69)

Flora 1 - 2 Valur
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('29 )
1-1 Rauno Sappinen ('41 )
1-2 Jonatan Jonsson ('90 )

Hegelmann Litauen 0 - 2 St Patricks
0-1 Mason Melia ('6 )
0-2 Kian Leavy ('56 )

Ordabasy 1 - 1 Torpedo K.
0-1 Irakli Bidzinashvili ('13 )
1-1 Abylaykhan Zhumabek ('90 )
Rautt spjald: Solomon Kvirkvelia, Torpedo K. ('49)

Pyunik 5 - 0 SP Tre Fiori
1-0 Yusuf Otubanjo ('14 , víti)
2-0 Alemao ('24 )
3-0 Marius Noubissi ('40 , víti)
3-0 Matteo Prandelli ('55 , Misnotað víti)
4-0 Yusuf Otubanjo ('85 )
5-0 Matteo Manfroni ('89 , sjálfsmark)

Rabotnicki 0 - 1 Torpedo-BelAZ
0-1 Steven Alfred ('14 )

Paide 4 - 1 Magpies
1-0 Martin Miller ('36 )
2-0 Pa Assan Corr ('66 )
3-0 Pa Assan Corr ('71 )
3-1 Julian Del Rio ('76 )
4-1 Pa Abdou Cham ('89 )

Dudelange 2 - 3 Atletic Escaldes
0-1 David Segura ('34 )
1-1 Agostinho ('41 )
2-1 Evan Rotundo ('72 )
2-2 Emanoel ('74 )
2-3 David Valero ('89 )

Haverfordwest County 2 - 3 Floriana FC
1-0 Greg Walters ('11 )
2-0 Ben Ahmun ('17 )
2-1 Carlo Lonardelli ('19 )
2-2 Jake Grech ('45 , víti)
2-3 Charles M'Mombwa ('67 )
Rautt spjald: ,Alaric Jones, Haverfordwest County ('44)Rhys Abbruzzese, Haverfordwest County ('90)

Petrocub 3 - 0 Birkirkara FC
1-0 Mihai Lupan ('39 )
2-0 Mihai Lupan ('55 )
3-0 Nicolae Rotaru ('76 )

Sileks 2 - 1 Decic Tuzi
0-1 Vuk Strikovic ('3 )
1-1 Adi Alic ('28 )
2-1 Aldin Hrvanovic ('80 )

Koper 3 - 1 Zeljeznicar
0-1 Sulejman Krpic ('26 , víti)
1-1 Veljko Mijailovic ('44 )
2-1 Jean-Pierre Longonda ('45 )
3-1 Kamil Manseri ('45 )
Athugasemdir
banner
banner