Fabrizio Romano greinir frá því að Spánarmeistarar FC Barcelona séu að vinna í því að krækja í Rayan Bardghji, fimmtán ára yngri bróður Roony Bardghji sem gekk til liðs við félagið á dögunum.
Rayan er samningslaus eftir að hafa alist upp hjá FC Kaupmannahöfn en hann þykir gríðarlega efnilegur og eru mörg félög áhugasöm um að tryggja sér krafta hans.
Rayan gæti þó endað með bróður sínum hjá Barcelona, en Roony sjálfur er 19 ára og eru bræðurnir mjög nánir.
Kaupmannahöfn er meðal félagsliðanna sem eru að reyna að semja við Rayan, sem verður 16 ára í nóvember.
Athugasemdir