Flora 1 - 2 Valur (1-5 samanlagt)
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('29)
1-1 Rauno Sappinen ('41)
1-2 Jónatan Ingi Jónsson ('93)
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('29)
1-1 Rauno Sappinen ('41)
1-2 Jónatan Ingi Jónsson ('93)
Lestu um leikinn: Flora Tallinn 1 - 2 Valur
Valur er kominn áfram í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar eftir sigur á útivelli gegn FC Flora í Tallinn, höfuðborg Eistlands.
Valsarar komast áfram eftir frábæran 3-0 sigur í fyrri leiknum á Hlíðarenda.
Flora var hættulegri aðilinn í nokkuð jöfnum fyrri hálfleik og átti marktilraunir sem höfnuðu í stönginni og slánni áður en Tryggvi Hrafn Haraldsson tók forystuna með draumamarki fyrir Val.
Tryggvi fékk boltann við miðjubogann á eigin vallarhelmingi, horfði upp og sá að markvörður Flora var kominn langt út úr markinu. Tryggvi lét vaða og skoraði glæsilegt mark til að auka forystuna í fjögur mörk.
Heimamenn skoruðu ellefu mínútum síðar þegar Rauno Sappinen slapp í gegn eftir skallatennis í vítateignum. Staðan 1-1 í hálfleik, 1-4 í heildina.
Flora var sterkari aðilinn á vellinum í síðari hálfleik en náði ekki að skapa sér mikið gegn sprækum Völsurum, sem refsuðu með marki eftir góða sókn frá hægri kanti. Jónatan Ingi Jónsson skoraði eftir laglegt framtak í uppbótartíma og tryggði um leið fleiri Evrópustig. Samanlagðar lokatölur 5-1 fyrir Val.
Valur mætir líklegast Kauno Zalgiris frá Litháen í næstu umferð forkeppninnar.
Athugasemdir