Enska stórveldið Manchester City er búið að ganga frá kaupum á norska miðjumanninum Sverre Nypan.
Man City borgar 15 milljónir evra fyrir táninginn sem kemur úr röðum Rosenborg og er það metfé fyrir norska stórveldið.
Nypan er 18 ára gamall framsækinn miðjumaður sem hefur komið að 25 mörkum í 70 keppnisleikjum með Rosenborg þrátt fyrir ungan aldur.
Hann hefur verið algjör lykilmaður upp yngri landslið Noregs og leikur bæði með U19 og U21 liðunum. Hann á í heildina 34 landsleiki að baki fyrir yngri liðin.
Nypan gerir fimm ára samning við City og verður líklegast lánaður burt frá félaginu fyrir haustið.
Hann er fimmti leikmaðurinn sem gengur í raðir City í sumar eftir Tijjani Reijnders, Rayan Aït-Nouri, Rayan Cherki og Marcus Bettinelli.
Þess má geta að Ísak Snær Þorvaldsson er samningsbundinn Rosenborg en leikur á láni hjá Lyngby til næsta sumars.
We're delighted to confirm the signing of Sverre Nypan from Norwegian side Rosenborg ???? pic.twitter.com/5ZtbKRG8by
— Manchester City (@ManCity) July 17, 2025
Athugasemdir