Arsenal hefur gengið frá kaupum á enska kantmanninum Noni Madueke en félagið greiðir um 50 milljónir punda til að fá hann frá grönnum sínum í Chelsea.
Madueke er 23 ára og er uppalinn hjá Crystal Palace og Tottenham. Hann fór ungur að árum til PSV og hóf þar sinn meistaraflokksferil. Hann var keyptur til Chelsea 2023 og skoraði 20 mörk í öllum keppnum í 92 leikjum á tveimur og hálfu tímabili hjá félaginu.
Þar sem hann var á HM félagsliða með Chelsea mun hann ekki koma til móts við leikmannahópinn fyrr en í ágúst og fer því ekki til Asíu í æfingaferð liðsins.
Madueke er 23 ára og er uppalinn hjá Crystal Palace og Tottenham. Hann fór ungur að árum til PSV og hóf þar sinn meistaraflokksferil. Hann var keyptur til Chelsea 2023 og skoraði 20 mörk í öllum keppnum í 92 leikjum á tveimur og hálfu tímabili hjá félaginu.
Þar sem hann var á HM félagsliða með Chelsea mun hann ekki koma til móts við leikmannahópinn fyrr en í ágúst og fer því ekki til Asíu í æfingaferð liðsins.
Madueke er fjórði leikmaðurinn sem Arsenal kaupir í sumar. Fyrr í sumar var gengið frá kaupunum á Kepa Arrizabalaga, Christian Nörgaard og Martin Zubimendi. Arsenal er svo að vinna í kaupum á Cristhian Mosquera frá Valencia, Viktor Gyökeres frá Sporting og er líka sterklega orðað við Eberechi Eze hjá Crystal Palace. Belginn Leandro Trossard er hins vegar sennilega á útleið hjá Arsenal, bæði orðaður við Fenerbahce og Bayern Munchen.
Madueke verður í treyju í númer 20 hjá Arsenal.
Talent in abundance.
— Arsenal (@Arsenal) July 18, 2025
Noni Madueke is a Gunner ??
Narrated by artist and Arsenal in the Community alumni, Stazzy ????? pic.twitter.com/TfnkwG86Sz
Athugasemdir