Lionel Messi og hans menn í Inter Miami töpuðu fyrir Cincinnati, 3-0, í MLS-deildinni í nótt.
Messi hafði verið sjóðandi heitur undanfarið og skorað sex mörk í síðustu þremur deildarleikjum.
Hann komst hins vegar ekki á blað í nótt. Evander, fyrrum samherji Elíasar Rafns Ólafssonar hjá Midtjylland, skoraði tvö mörk fyrir Cincinnati og þá gerði Gerardo Valenzuela eitt fyrir heimamenn.
Evander hefur komið að 23 mörkum í MLS-deildinni á tímabilinu og átta mörkum í síðustu fimm leikjum. Aðeins Messi hefur komið að fleiri mörkum á þessari leiktíð, en hann hefur átt þátt í 24 mörkum til þessa.
Messi, Luis Suarez, Jordi Alba og Sergio Busquets voru allir í byrjunarliði Miami sem er í 5. sæti Austur-hlutans með 38 stig.
Dagur Dan Þórhallsson kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var eftir í 2-1 tapi Orlando City gegn New York City.
Orlando er í 6. sæti Austur-hlutans með 35 stig.
Athugasemdir