
KR gekk í lok maí frá kaupum á Amin Cosic kantmanni Njarðvíkur. Hann gengur formlega í raðir KR eftir leik Njarðvíkur annað kvöld og gæti spilað sinn fyrsta leik með KR annan laugardag þegar KR spilar heimaleik gegn Breiðabliki.
Amin er kantmaður sem verður tvítugur í október. Hann hefur átt gott tímabil með Njarðvík, skorað fimm mörk í ellefu leikjum í Lengjudeildinni. Fótbolti.net ræddi við Rafn Markús Vilbergsson, yfirmann fótboltamála hjá Njarðvík, og var hann spurður hvort hann sæi fyrir sér að Amin kæmist beint í liðið hjá KR.
Amin er kantmaður sem verður tvítugur í október. Hann hefur átt gott tímabil með Njarðvík, skorað fimm mörk í ellefu leikjum í Lengjudeildinni. Fótbolti.net ræddi við Rafn Markús Vilbergsson, yfirmann fótboltamála hjá Njarðvík, og var hann spurður hvort hann sæi fyrir sér að Amin kæmist beint í liðið hjá KR.
„Ég held að hann komi beint inn, án þess að ég viti eitthvað um það, og byrji gegn Blikum. Ef hann spilar ekki leikinn á móti Blikunum, þá mun hann spila í leiknum á eftir, hann er hugsaður til að koma beint inn. Þess vegna er hann líka að spila á móti Fylki með okkur, til að vera klár í næsta leik á eftir, annars hefði hann bara farið strax og glugginn opnaði (í dag). Í staðinn framlengdum við dvöl hans hér fram yfir Fylkisleikinn," segir Rabbi.
Amin kom frá uppeldisfélaginu tHK fyrir tímabilið 2024 og spilaði 16 leiki á síðasta tímabili. Hvernig er að sjá leikmann koma og blómstra hjá ykkur?
„Ég held að fleiri ættu að sjá þetta tækifæri, bæði hjá okkur og grönnunum í Keflavík og Grindavík. Koma suður, fá sénsinn og taka svo skrefið áfram. Það er eitthvað sem alltof fáir eru klárir í, það er ekkert bara á þessu ári, heldur á síðustu árum líka. Það hefur sýnt sig að margir hafa komist langt með því að fara Brautina (Reykjanesbrautina) og svo lengra í framhaldinu. Það verður mjög spennandi að sjá Amin í framhaldinu, hann er búinn að vera frábær hjá okkur."
Athugasemdir