„Þetta leggst bara vel í mig. Við náðum í fín úrslit og eftir á hefðum við getað skorað einu eða tveimur mörkum meira," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, sérstakur Evrópuþjálfari Víkings, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í gær.
Í kvöld spilar Víkingur seinni leik sinn við Malisheva frá Kosóvó í Sambandsdeild UEFA. Víkingar unnu fyrri leikinn á útivelli 1-0 og stefna á að klára dæmið á heimavelli í kvöld.
Í kvöld spilar Víkingur seinni leik sinn við Malisheva frá Kosóvó í Sambandsdeild UEFA. Víkingar unnu fyrri leikinn á útivelli 1-0 og stefna á að klára dæmið á heimavelli í kvöld.
„Leikurinn úti var góður og fyrri hálfleikurinn sérstaklega. Við gáfum aðeins eftir í seinni hálfleik þó við höfum fengið færi. Heilt yfir var leikurinn góður og frammistaðan mjög góð."
„Við lítum á möguleikana sem mjög góða. Við höldum bara áfram að spila okkar leik og ef frammistaðan er góð, þá eigum við að ná góðum úrslitum," sagði Brynjar Björn.
Þetta hefur verið skemmtilegt
Brynjar Björn var í síðasta mánuði tilkynntur sem sérstakur Evrópuþjálfari hjá Víkingum. Það er krafa hjá UEFA að félög séu með aðalþjálfara sem hefur lokið UEFA Pro þjálfaragráðuna en enginn í teymi Víkings er með þá gráðu. Sölvi Geir Ottesen, aðalþjálfari Víkings, klárar hins vegar þá gráðu á næsta ári.
Brynjar, sem er fyrrum landsliðs og atvinnumaður er einnig til taks hjá Víkingum í deildarleikjum.
„Þetta hefur verið skemmtilegt. Víkingur hefur verið sigursælt lið síðustu árin og það er gaman að koma inn í svoleiðis umhverfi," segir Brynjar.
„Það er vel unnið saman í kringum liðið og í þjálfarateyminu. Þetta hefur verið góð reynsla fyrir mig."
Það þekkist í íslenskum fótbolta að vera með tvo aðalþjálfara en það er nýtt að vera með sérstakan Evrópuþjálfara. Hvernig horfirðu á hlutverk þitt?
„Þetta er sérstakt en ég tek þátt í þessu sérstaklega í kringum Evrópuleikina en líka í kringum deildarleikina. Þjálfarateymið finnur hlutverk fyrir mig og ég finn mér hlutverk að styðja við yngri leikmennina og þá sem eru að spila minna. Það hefur fúnkerað mjög vel," segir Brynjar.
Hann kann vel við það að vinna með Sölva Geir Ottesen en þeir eru gamlir liðsfélagar úr landsliðinu. Brynjar segir þá ekki ósvipaða þegar kemur að nálgun í þjálfarastarfinu og þeir vinni vel saman.
En er ekkert erfitt þegar önnur störf eru að losna núna í íslenska boltanum og geta ekki hoppað á þau? Þjálfarastarfið hjá Fylki var til að mynda laust núna í nokkra daga.
„Já og nei. Maður tekur ákvörðun og ég tók ákvörðun að gera þetta. Ég taldi mig fá meira út úr því en að fara sjálfur inn í eitthvað sem ég þekki mjög vel í rauninni. Ég nýti mér umhverfið hérna og þeir nýta mig þegar þurfa á því að halda," segir Brynjar.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir