Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Thelma Lóa frá Fort Lauterdale til FH (Staðfest)
Kvenaboltinn
Thelma var hjá KR sumrin 2020 og 2021.
Thelma var hjá KR sumrin 2020 og 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thelma Lóa Hermannsdóttir er komin heim til Íslands þar sem hún mun spila með FH í Bestu deild kvenna á seinni hluta sumars.

Hún kemur til liðsins úr röðum Fort Lauterdale sem leikur í næstbestu deild bandaríska boltans.

Thelma, sem er fædd 1999, kom við sögu með FH í þremur leikjum í Bestu deildinni í fyrra. Núna fær hún tækifæri til að spila fleiri leiki með Hafnfirðingum, sem eru í toppbaráttu í deildinni.

FH er með 22 stig eftir 10 umferðir, aðeins þremur stigum á eftir toppliðunum. Thelma gæti reynst mikilvægur hlekkur í liði FH á seinni hluta tímabils.

Thelma leikur sem miðjumaður og er með 45 leiki að baki í efstu deild kvenna. Hún lék sjö landsleiki í heildina fyrir U19 og U17 á táningsárunum, en hefur ekki spilað fyrir A-landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner