Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Unnar hættur og Hamar í þjálfaraleit
Hamar leitar að nýjum þjálfara.
Hamar leitar að nýjum þjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hamar í Hveragerði leitar nú að nýjum þjálfara fyrir meistaraflokk karla.

Unnar Jóhannsson tók við liðinu fyrir sumarið en hann hefur núna látið af störfum.

Unnar þekkir félagið vel en hann var áður yfirþjálfari yngri flokka Hamars og þjálfaði hann meistaraflokk félagsins sumarið 2021

Leit er núna hafin að nýjum þjálfara fyrir liðið.

Hamar hafnaði í fjórða sæti 4. deildar á síðasta tímabili en liðið hefur verið í miklu basli í sumar og aðeins sótt eitt stig í tíu leikjum. Eins og gefur að skilja þá er liðið á botni 4. deildar og útlitið ekki gott.
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KÁ 10 7 3 0 42 - 12 +30 24
2.    KH 10 6 2 2 25 - 18 +7 20
3.    Árborg 10 5 3 2 26 - 19 +7 18
4.    Elliði 10 4 4 2 21 - 16 +5 16
5.    Vængir Júpiters 10 4 4 2 19 - 16 +3 16
6.    Kría 10 3 3 4 18 - 19 -1 12
7.    Hafnir 10 4 0 6 24 - 31 -7 12
8.    Álftanes 10 3 1 6 13 - 21 -8 10
9.    KFS 10 3 1 6 17 - 40 -23 10
10.    Hamar 10 0 1 9 10 - 23 -13 1
Athugasemdir
banner