Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Baena, Cardoso og Ruggeri meðal leikmanna sem eru komnir
Álex Baena tók þátt í 17 mörkum í 32 leikjum í La Liga á síðustu leiktíð.
Álex Baena tók þátt í 17 mörkum í 32 leikjum í La Liga á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Cardoso tók þátt í 46 leikjum með Real Betis á leiktíðinni.
Cardoso tók þátt í 46 leikjum með Real Betis á leiktíðinni.
Mynd: EPA
Ruggeri festi sig í sessi sem mikilvægur hlekkur í byrjunarliði Atalanta.
Ruggeri festi sig í sessi sem mikilvægur hlekkur í byrjunarliði Atalanta.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spænska stórveldið Atlético Madrid hefur fengið afar öflugan liðsstyrk í sínar raðir í sumar.

Diego Simeone getur horft gífurlega spenntur til næstu leiktíðar þar sem Atlético er búið að staðfesta komu sex nýrra leikmanna í sumar. Aðeins tveir leikmenn eru farnir burt úr herbúðum félagsins.

Kantmaðurinn knái Álex Baena er dýrasti leikmaðurinn sem Atlético hefur keypt í sumar. Hann kostar um 50 milljónir evra og kemur til félagsins úr röðum Villarreal, þar sem hann hefur verið lykilmaður síðustu þrjú ár.

Baena, sem verður 24 ára um helgina, hefur spilað 10 A-landsleiki fyrir Spán. Hann er búinn að skrifa undir fimm ára samning við Atleti.

Miðjumaðurinn Johnny Cardoso er einnig kominn til félagsins fyrir 30 milljónir evra. Hann er bandarískur landsliðsmaður með 22 leiki að baki og kemur úr röðum Real Betis. Sóknartengiliðurinn Rodrigo Riquelme er á sama tíma farinn frá Atlético til Betis.

Cardoso leikur sem varnarsinnaður miðjumaður og verður 24 ára í september. Hann var mikilvægur hlekkur í liði Betis á síðustu leiktíð og spilaði 45 leiki fyrir liðið. Cardoso skrifar undir fimm ára samning, alveg eins og Baena.

Ítalski vængbakvörðurinn Matteo Ruggeri er þá kominn til Atlético þar sem hann tekur sæti Reinildo Mandava í hópnum. Spænska stórveldið borgaði tæplega 20 milljónir til að kaupa hann úr röðum Atalanta.

Ruggeri er nýorðinn 23 ára og hefur verið algjör lykilmaður fyrir yngri landslið Ítalíu með 45 leiki að baki. Hann hefur verið byrjunarliðsmaður hjá Atalanta í tvö ár og mun veita Javi Galán alvöru baráttu um byrjunarliðssætið í vinstri bakvarðarstöðunni.

Atlético borgaði um 100 milljónir evra fyrir þessa þrjá leikmenn og greiddi svo tæplega 10 milljónir til viðbótar til að krækja í markverðina Juan Musso og Mario de Luis.

Síðasti leikmaðurinn til að koma inn er Thiago Almada eftir að Atlético staðfesti yfirvofandi félagaskipti hans með færslu á samfélagsmiðlum í fyrradag.

Almada, sem er á sama aldri og fyrrnefndir leikmenn (24 ára), kostar um 21 milljón evra. Hann er ekki kominn til Madrídar en Atlético hefur náð samkomulagi við brasilíska stórveldið Botafogo um kaupverð.

Þetta gerir um það bil 130 milljónir evra í heildina, á meðan Riquelme var seldur fyrir 9 milljónir.

Mögulegt byrjunarlið 2025-26
Oblak - Molina, Le Normand, Gimenez, Ruggeri - Barrios, Cardoso - Simeone, Almada, Baena - Alvarez


Athugasemdir
banner