Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
banner
   fös 18. júlí 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þarf aðgerð og verður því áfram í Brighton
Enciso hefur spilað 57 keppnisleiki með Brighton.
Enciso hefur spilað 57 keppnisleiki með Brighton.
Mynd: Brighton
Sóknartengiliðurinn fjölhæfi Julio Enciso virtist vera á leið frá Brighton í sumarglugganum en þarf núna að vera eftir hjá félaginu vegna meiðslavandræða.

Brighton taldi mikilvægt að lána Enciso út í sumar en hann verður að öllum líkindum áfram hjá félaginu þar til í janúar vegna meiðslanna. Sky Sports greinir frá þessu og segir að leikmaðurinn þurfi að fara í aðgerð á hné.

Enciso er 21 árs landsliðsmaður Paragvæ sem kom aðeins við sögu í 29 leikjum með Brighton á síðustu leiktíð. Hann skoraði í heildina þrisvar sinnum og lagði fjórum sinnum upp á um 1500 spiluðum mínútum.

Hann þarf meiri spiltíma á þessum tímapunkti ferilsins, en hann er lykilmaður í paragvæska landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur.

Enciso fór ekki með Brighton í æfingaferð til Marbella um helgina. Hann er heima í Suður-Ameríku að undirbúa sig fyrir aðgerð.
Athugasemdir
banner
banner