Kyle Walker-Peters hefur náð samkomulagi við West Ham um kaup og kjör en þessi 28 ára enski bakvörður er á leið til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Southampton.
Hann var á leið til Besiktas, sem Ole Gunnar Solskjær stýrir, en hætti við eftir áhuga frá hömrunum,
Walker-Peters, sem á tvo landsleiki fyrir England, lék 202 leiki fyrir Southampton og skoraði sex mörk. Hann er fyrrum leikmaður Tottenham.
West Ham, sem endaði í 14. sæti á síðasta tímabili, fékk senegalska varnarmanninn El Hadji Malick Diouf frrá Slavia Prag á dögunum og hefur einnig keypt varnarmanninn Jean-Clair Todibo sem var hjá félaginu á láni frá Nice.
Athugasemdir