Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM kvenna um helgina: 8-liða úrslitin klárast
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Tveir síðustu leikirnir í 8-liða úrslitum á Evrópumóti kvenna fara fram um helgina. Fyrri leikurinn verður leikinn í kvöld og sá seinni á morgun.

Heimakonur í liði Sviss spila við ríkjandi heimsmeistara í spænska landsliðinu í leik sem búast má við að verði gríðarlega erfiður fyrir þær svissnesku.

Spánn slátraði riðlinum sínum á EM, sem innihélt sterka andstæðinga frá Ítalíu, Portúgal og Belgíu, á meðan Sviss lenti í vandræðum í íslenska riðlinum og rétt skreið áfram í útsláttarkeppnina á markatölu.

Þessi viðureign fer fram í kvöld og mætir sigurvegarinn annað hvort Frakklandi eða Þýskalandi í undanúrslitum.

Frakkar og Þjóðverjar eigast við í síðasta leiknum í 8-liða úrslitum annað kvöld. Þessar stórþjóðir hafa báðar verið að spila fínan fótbolta hingað til á mótinu, þó að þær þýsku hafi steinlegið gegn Svíum.

Föstudagur
19:00 Sviss - Spánn

Laugardagur
19:00 Frakkland - Þýskaland
Athugasemdir
banner
banner
banner