Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 20:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City að reyna fá Trafford til baka
Mynd: EPA
Manchester City er í viðræðum við Burnley um kaup á markverðinum James Trafford.

Trafford er alinn upp hjá City en hann gekk til liðs við Burnley árið 2023. Man City er með möguleika á að kaupa hann til baka á 40 milljónir punda en vill semja um lægra verð.

Burnley er sagt hafa áhuga á Stefan Ortega ef Trafford fer og því gæti City reynt að fá skipti.

Þá hefur Newcastle lengi verið á eftir Trafford og hefur gert margar tilraunir í síðustu félagaskiptagluggum að kaupa hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner