Afturelding 1 - 1 Fram
1-0 Aron Jóhannsson ('56)
1-1 Róbert Hauksson ('73)
1-0 Aron Jóhannsson ('56)
1-1 Róbert Hauksson ('73)
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 1 Fram
Afturelding og Fram áttust við í eina leik kvöldsins í Bestu deild karla og var fyrri hálfleikurinn afar tíðindalítill. Gestirnir í liði Fram komust í hættulegustu stöðurnar eftir óöryggi í Jökli Andréssyni markverði Mosfellinga, sem virtist ekki líða vel með boltann í löppunum.
Heimamenn fengu þó besta færi fyrri hálfleiksins þegar Aron Jóhannsson slapp í gegn en tókst ekki að klobba Viktor Frey Sigurðsson markvörð Fram sem gerði mjög vel og var fljótur að loka klofinu.
Afturelding tók forystuna í síðari hálfleik þegar Aron kláraði glæsilega eftir góðan undirbúning frá Hrannari Snæ Magnússyni og Benjamin Stokke.
Aron átti svo skalla sem var varinn í slá áður en marktilraun Kennie Chopart sleikti slána og endaði yfir, en Róbert Hauksson skoraði jöfnunarmark fyrir Fram á 73. mínútu. Hann gerði vel að taka á móti boltanum og skora eftir góða fyrirgjöf frá Fred Saraiva.
Bæði lið fengu færi til að skora á lokakaflanum en boltinn rataði ekki í netið svo lokatölur urðu 1-1.
Fram situr því áfram í fjórða sæti deildarinnar, sem gæti gefið þátttökurétt í Evrópukeppni ef Vestri tapar úrslitaleik Mjólkurbikarsins, með 23 stig eftir 15 umferðir.
Afturelding deilir sjötta sætinu með Vestra þar sem bæði lið eiga 19 stig.
Athugasemdir