Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 20:44
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Víkingur bætti met með stórsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 8 - 0 Malisheva (9-0 samanlagt)
1-0 Nikolaj Hansen ('10)
2-0 Nikolaj Hansen ('21)
3-0 Oliver Ekroth ('29)
4-0 Nikolaj Hansen ('36)
5-0 Daníel Hafsteinsson ('42)
6-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('68)
7-0 Atli Þór Jónasson ('72 , víti)
8-0 Sveinn Gísli Þorkelsson ('82)
Rautt spjald: Xhaka Agon, Malisheva ('72)

Lestu um leikinn: Víkingur R. 8 -  0 Malisheva

Víkingur R. er kominn áfram í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar eftir magnaðan stórsigur gegn Malisheva frá Kósovó. Víkingar mæta Vllaznia frá Albaníu í næsta leik.

Víkingur mætti til leiks í kvöld einu marki yfir eftir fyrri leikinn í Kósovó og léku lærisveinar Sölva Geirs Ottesen á alls oddi.

Nikolaj Hansen skoraði þrennu í fyrri hálfleik og urðu lokatölur 8-0 í Víkinni.

Oliver Ekroth, Daníel Hafsteinsson, Valdimar Þór Ingimundarson, Atli Þór Jónasson og Sveinn Gísli Þorkelsson komust allir á blað ásamt Nikolaj.

Það var aðeins eitt lið á vellinum í þessum stórsigri, þar sem Daníel Hafsteinsson átti einnig stórleik. Hann lagði fyrstu tvö mörk leiksins upp og skoraði einnig áður en hann fékk skiptingu í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson tók sæti hans í liðinu og skoraði og lagði upp í seinni hálfleik.

Þetta er stærsti sigur í sögu íslensks liðs í Evrópukeppni. Breiðablik og KR áttu metið saman eftir sex marka sigra gegn Tre Penne frá San Marínó 2023 og Glenavon frá Norður-Írlandi 2016.
Athugasemdir
banner
banner