Íslenskir dómarar munu dæma leik Häcken frá Svíþjóð og Spartak Trnava frá Slóvakíu í forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17 í Gautaborg í dag en sænska liðið er með 1-0 forystu í einvíginu.
Ívar Orri Kristjánsson verður aðaldómari leiksins og honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson. Fjórði dómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Ívar Orri Kristjánsson verður aðaldómari leiksins og honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson. Fjórði dómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Helgi Mikael í Helsinki
Íslenskir dómarar verða einnig að störfum í Helsinki í Finnlandi og munu dæma leik HJK og NSÍ Runavík frá Færeyjum í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Helgi Mikael Jónasson verður aðaldómari leiksins og honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Fjórði dómari verður Jóhann Ingi Jónsson.
Leikurinn hefst klukkan 16 en NSÍ vann 4-0 stórsigur í fyrri leiknum.
Athugasemdir