Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal hafði betur í baráttu við Liverpool og Man City
Will Wright.
Will Wright.
Mynd: Salford
Arsenal er að hafa betur gegn Liverpool og Manchester City í baráttunni um Will Wright, ungan sóknarmann Salford City.

The Athletic segir frá því að Arsenal hafi náð samkomulagi við Salford um kaup á hinum 17 ára Wright. Kaupverðið er í kringum 200 þúsund pund.

Það voru fréttir um það um daginn að Liverpool og City hefðu áhuga, en Arsenal setti svo mikið púður í að landa leikmanninum.

Wright er talinn afar efnilegur en hann spilaði fjóra leiki með aðalliði Salford á síðasta tímabili. Núna tekur hann skrefið í akademíuna hjá Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner