
Njarðvík heimsótti Fylki á Tekk völlinn í kvöld þegar þrettánda umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.
Eftir mikil jafnræði var það Amin Cosic sem skoraði sigurmark leiksins djúpt inn í uppbótartíma.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 1 Njarðvík
„Þetta er frábært að koma hérna og spila á móti hrikalega góðu Fylkisliði" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld.
„Mér fannst þetta vera tvö góð lið að mætast. Það var lítið um opnanir, lítið af opnum tækifærum með einhverjum dauðafærum"
„Við vissum ekki rosalega mikið um hvað þeir myndu koma með að borðinu þar sem það kom nýr þjálfari í vikunni. Oft talað um 'new manager bounce' svo við vissum að þeir myndu mæta hérna dýrvitlausir"
„Loksins kom að því að við myndum vinna eitthvað hérna í lokin án þess að við þurfum að fá 25 færi til þess að skora. Þetta var ótrúlega sætt og hversu sætt er það að Amin Cosic skori svo úrslitamarkið í síðata leiknum sínum og komi okkur á toppinn. Það er bara frábært"
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 13 | 7 | 6 | 0 | 31 - 12 | +19 | 27 |
2. ÍR | 12 | 7 | 4 | 1 | 21 - 8 | +13 | 25 |
3. HK | 13 | 7 | 3 | 3 | 25 - 15 | +10 | 24 |
4. Þór | 13 | 7 | 2 | 4 | 30 - 20 | +10 | 23 |
5. Þróttur R. | 13 | 6 | 4 | 3 | 24 - 21 | +3 | 22 |
6. Keflavík | 13 | 6 | 3 | 4 | 30 - 22 | +8 | 21 |
7. Völsungur | 12 | 4 | 2 | 6 | 18 - 27 | -9 | 14 |
8. Grindavík | 13 | 4 | 2 | 7 | 28 - 38 | -10 | 14 |
9. Selfoss | 13 | 4 | 1 | 8 | 15 - 25 | -10 | 13 |
10. Fylkir | 13 | 2 | 4 | 7 | 16 - 21 | -5 | 10 |
11. Leiknir R. | 13 | 2 | 4 | 7 | 13 - 28 | -15 | 10 |
12. Fjölnir | 13 | 2 | 3 | 8 | 18 - 32 | -14 | 9 |