
Mundle er uppalinn hjá Tottenham og lék með Standard Liege í Belgíu áður en Sunderland keypti hann fyrir einu og hálfu ári síðan.
Sunderland eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni og vilja halda sínum lykilleikmönnum eftir að hafa neyðst til að selja Jobe Bellingham í sumar.
Einn af heitustu bitum liðsins er ungur kantmaður sem heitir Romaine Mundle og kom að 7 mörkum í 22 leikjum í Championship deildinni á síðustu leiktíð.
Mundle er 22 ára gamall og var meðal bestu leikmanna Sunderland en glímdi við mikil meiðsli og missti því af stærsta hluta tímabilsins.
PSV Eindhoven og AS Mónakó eru áhugasöm um kantmanninn, auk félaga úr ensku úrvalsdeildinni. Sunderland hefur svarað áhuga þessara félaga með því að bjóða Mundle endurbætt samningskjör, þó að leikmaðurinn eigi ennþá þrjú ár eftir af núverandi samningi sínum við félagið.
Sunderland er búið að standa sig vel á leikmannamarkaðinum í sumar og hefur meðal annars keypt kantmanninn Simon Adingra inn, sem mun berjast við Mundle um sæti í byrjunarliðinu.
Athugasemdir