Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle með þrjá varnarmenn í sigtinu
Scalvini missti af stórun hluta síðustu leiktíðar vegna meiðsla.
Scalvini missti af stórun hluta síðustu leiktíðar vegna meiðsla.
Mynd: EPA
Savona skoraði tvö mörk í 28 deildarleikjum með Juventus á síðustu leiktíð.
Savona skoraði tvö mörk í 28 deildarleikjum með Juventus á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United ætlar að einbeita sér að því að kaupa varnarmann eftir að hafa mistekist að semja um Hugo Ekitike á dögunum.

Sky Sports segir að Newcastle sé með þrjá varnarmenn í sigtinu en félagið mun líklega aðeins kaupa einn þeirra.

Eins og áður hefur verið greint frá hefur Newcastle mikinn áhuga á Giorgio Scalvini sókndjörfum miðverði Atalanta, en ítalska félagið er talið vilja fá 50 milljónir punda fyrir varnarmanninn sinn.

Newcastle er því byrjað að skoða Nicoló Savona hjá Juventus og César Tárrega hjá Valencia.

Savona 22 ára og leikur sem hægri bakvörður að upplagi. Hann er góður bæði varnarlega og sóknarlega þar sem hann getur bæði spilað á hægri kantinum og sem miðvörður.

Juve er talið vilja fá um 25 milljónir punda fyrir Savona, sem er með fimm ár eftir af samningi.

Tárrega er 23 ára og vill Valencia halda honum. Félagið hafnaði 10 milljón evra tilboði frá Bologna fyrr á árinu og er að reyna að semja við miðvörðinn.

Valencia er að missa Cristhian Mosquera til Arsenal og vill því halda Tárrega innan sinna raða nema mjög gott tilboð berist.

Newcastle er búið að krækja í kantmennina Anthony Elanga og Antonio Cordero í sumar.
Athugasemdir
banner
banner