David Ornstein, einn áreiðanlegasti fótboltablaðamaður heims, segir frá því núna að Manchester United hafi lagt fram nýtt tilboð í Bryan Mbeumo.
Þetta kemur stuttu eftir að fjallað var um að Newcastle hefði áhuga á Yoane Wissa, framherja Brentford.
Þetta kemur stuttu eftir að fjallað var um að Newcastle hefði áhuga á Yoane Wissa, framherja Brentford.
Brentford ætlar alls ekki að selja bæði Wissa og Mbeumo svo af Wissa færi til Newcastle þá væri nær ómögulegt fyrir United að kaupa Mbeumo.
Nýja tilboð Man Utd í hinn 26 ára gamla Mbeumo er upp á 65 milljónir punda og gæti það svo hækkað upp í 70 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum.
Man Utd hefur verið í eltingarleik við Mbeumo síðustu vikur en það er spurning hvort að honum sé loksins að ljúka.
Athugasemdir