Svíþjóð og England eigast við í 8-liða úrslitum Evrópumóts kvenna í kvöld og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Hér er um að ræða ógnarsterk lið sem hafa leikið þónokkuð af mikilvægum viðureignum sín á milli á undanförnum árum. Þau mættust síðast í undankeppninni fyrir Evrópumótið og skildu þar jöfn bæði í Svíþjóð og á Englandi.
Fyrir það hafði England betur 4-0 í undanúrslitum á síðasta Evrópumóti 2022, en þar áður sigraði Svíþjóð gegn Englandi á HM 2019 í leiknum um bronsverðlaunin.
Svíar gera þrjár breytingar á byrjunarliðinu sem gerði markalaust jafntefli við England á heimavelli fyrir einu ári síðan, þar sem Jennifer Falk, Nathalie Björn og Stina Blackstenius koma inn.
Englendingar gera tvær breytingar frá jafnteflinu í Svíþjóð þar sem Alex Greenwood og Lauren James koma inn í byrjunarliðið.
Sigurvegari kvöldsins mætir Ítalíu í undanúrslitum. Leikurinn er sýndur beint á RÚV, rétt eins og aðrir leikir mótsins.
Svíþjóð: Falk, Lundkvist, Bjorn, Eriksson, Andersson, Angeldal, Asllani, Olme, Kaneryd, Rolfo, Blackstenius
Varamenn: Bennison, Hurtig, Holmberg, Ilestedt, Jakobsson, Janogy, Nilden, Sembrant, Wangerheim, Holmgren, Enblom
England: Hampton, Bronze, Williamson, Carter, Greenwood, Toone, Walsh, Stanway, James, Hemp, Russo
Varamenn: Agyemang, Beever-Jones, Charles, Clinton, Kelly, Le Tissier, Mead, Morgan, Park, Wubben-Moy, Moorhouse, Keating
Athugasemdir