
„Það er allt annað að sjá til liðsins núna miðað við fyrri hluta móts," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 2-0 sigur liðsins gegn Grindavík í Vogum í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 2 Selfoss
„Fyrri hálfleikurinn var jafn heilt yfir en við skoruðum mörkin en þeir ekki, það hefur verið akkúrat öfgut svo lengi þannig maður var dauðfeginn."
Þetta var annar sigur liðsins í röð. Bjarni var ánægður með stuðninginn sem liðið fékk í Vogunum.
„Loksins erum við farnir að stilla upp okkar liði. VIð erum búnir að vera í miklu meiðslaveseni og það virðist vera halda áfram en það er einhvernvegin þannig að þeir sem hafa komið inn af bekknum hafa skilað helling og það er vel."
Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Grindavík en var færður í Vogana vegna jarðhræringa og eldgoss við Sundhnúksgíga.
„Það fólk sem ræður því hverjir fara til Grindavíkur og hverjir ekki ræður þessu bara. Við vorum alveg tilbúnir að fara til Grindavíkur en það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun og Grindvíkingar held ég sjálfir. Þeir vildu ekki vera í þessum bardaga þannig þessi leikur fór hérna fram við frábærar aðstæður."
Jón Daði Böðvarsson er genginn til liðs við Selfoss en hann gat ekki spilað með liðinu í dag þar sem leikheimildin tekur ekki gildi fyrr en á morgun.
„Þeir sem eru að koma erlendis frá eru einum degi á eftir áætlun og hann lenti í því. Bretarnir eru ekki alveg á tánum." sagði Bjarni sem vonar að Jón Daði verði með í næsta leik sem er gegn Völsungi á útivelli um næstu helgi.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 13 | 7 | 6 | 0 | 31 - 12 | +19 | 27 |
2. ÍR | 12 | 7 | 4 | 1 | 21 - 8 | +13 | 25 |
3. HK | 13 | 7 | 3 | 3 | 25 - 15 | +10 | 24 |
4. Þór | 13 | 7 | 2 | 4 | 30 - 20 | +10 | 23 |
5. Þróttur R. | 13 | 6 | 4 | 3 | 24 - 21 | +3 | 22 |
6. Keflavík | 13 | 6 | 3 | 4 | 30 - 22 | +8 | 21 |
7. Völsungur | 12 | 4 | 2 | 6 | 18 - 27 | -9 | 14 |
8. Grindavík | 13 | 4 | 2 | 7 | 28 - 38 | -10 | 14 |
9. Selfoss | 13 | 4 | 1 | 8 | 15 - 25 | -10 | 13 |
10. Fylkir | 13 | 2 | 4 | 7 | 16 - 21 | -5 | 10 |
11. Leiknir R. | 13 | 2 | 4 | 7 | 13 - 28 | -15 | 10 |
12. Fjölnir | 13 | 2 | 3 | 8 | 18 - 32 | -14 | 9 |
Athugasemdir