Af leikvöngum ensku úrvalsdeildarinnar hafa flestar handtökur lögreglu vegna fíkniefna átt sér stað á Old Trafford, heimavelli Manchester United.
Þetta sýna gögn sem innanríkisráðuneyti Bretlands hefur opinberað en talsvert hefur verið fjallað um aukna notkun á kókaíni meðal áhorfenda á fótboltaleikvöngum í landinu.
Þetta sýna gögn sem innanríkisráðuneyti Bretlands hefur opinberað en talsvert hefur verið fjallað um aukna notkun á kókaíni meðal áhorfenda á fótboltaleikvöngum í landinu.
Gögnin sýna mikla aukningu á síðustu þremur árum. Á eftir heimavelli United eru West Ham, Newcastle og Liverpool í næstu sætum listans.
Á síðasta tímabili voru alls 27 einstaklingar handteknir fyrir að reyna að fara með fíkniefni inn á Old Trafford eða vera með efnin á leikvangnum.
Þá er Manchester United einnig í efsta sæti þegar kemur að heildarfjölda af handtökum eða 121.
Athugasemdir