Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
banner
   fim 17. júlí 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úr 3. deildinni til færeysku meistaranna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski sóknarmaðurinn Kaj Leo Í Bartalsstovu hefur fengið félagaskipti til Færeyja og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann genginn í raðir Víkings í Götu.

Kaj Leó 34 ára og hefur spilað á Íslandi síðan sumarið 2016. Hann hefur spilað með FH, ÍBV, Val, ÍA, Leikni, Njarðvík og nú síðast með KFK í 3. deildinni þar sem hann skoraði tvö mörk í tíu leikjum.

Hann varð Íslandsmeistari með Val 2020 og bikarmeistari með ÍBV 2017.

Víkingur í Götu er ríkjandi meistari í Færeyjum og situr sem stendur í 5. sæti deildarinnar.

Liðið mætti Lincoln Red Imps í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni, laut í lægra haldi gegn meisturunum frá Gíbraltar og fer því í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni.

Víkingur í Götu er liðið sem Kaj Leo hóf ferilinn með en hann lék einnig með Levanger í Noregi og Dínamó Búkarest í Rúmeníu áður en hann hélt til Íslands. Kaj Leo á að baki 28 landsleiki.
Athugasemdir
banner