Undanfarna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur, heimavelli KR. KR fer úr því að vera með náttúrulegt gras á heimavelli sínum í gervigras.
Búið er að leggja gervigras á Meistaravelli og er búið að staðfesta að leikur liðsins gegn Breiðabliki verði spilaður á nýja gervigrasinu eftir átta daga. Það var gert með færslu á samfélagsmiðlum KR.
Búið er að leggja gervigras á Meistaravelli og er búið að staðfesta að leikur liðsins gegn Breiðabliki verði spilaður á nýja gervigrasinu eftir átta daga. Það var gert með færslu á samfélagsmiðlum KR.
Tilkynning KR
Kæru KR-ingar.
Núna styttist í opnun Meistaravalla og fyrsti alvöru heimaleikur nú staðfestur. Meistaraflokkur karla mun fá Breiðablik í heimsókn í Bestu Deildinni, laugardaginn 26. júlí kl. 17:00.
Við að sjálfsögðu viljum reyna að gera svæðið okkar sem allra flottast og ætlum því að hafa tiltektardag, þriðjudaginn 22. júlí frá kl. 17:00 – 19:00. Meðal verkefna verður að hreinsa beð, sópa, mála og önnur tilfallandi verkefni.
Athugasemdir