
Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir er orðin leikmaður Braga í Portúgal. Hún kemur þangað eftir að hafa leikið fyrir sænska félagið Rosengård síðustu fjögur árin.
„Risastór viðbót við kvennalið Braga," segir í tilkynningu frá félaginu sem er eitt það stærsta í Portúgal.
„Risastór viðbót við kvennalið Braga," segir í tilkynningu frá félaginu sem er eitt það stærsta í Portúgal.
Á vefsíðunni er talað um Guðrúnu sem nýtt andlit liðsins en hún gerir samning við félagið til 2027.
„Liðið hefur vaxið gríðarlega síðustu árin og ég er mjög spennt að vera hérna," segir Guðrún.
„Ég þurfti eitthvað nýtt og nýja áskorun fyrir sjálfa mig. Braga er fullkomið félag fyrir mig að þróast áfram."
Guðrún, sem er stór partur af íslenska landsliðinu, verður liðsfélagi Ásdísar Karenar Halldórsdóttur hjá Braga en hún gekk í raðir félagsins á dögunum.
Guðrún, sem vann þrjá meistaratitla í Svíþjóð, hefur spilað 55 A-landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir