Sænski framherjinn Viktor Gyökeres spilaði ekki með Sporting í 2-0 tapi liðsins gegn Celtic í æfingaleik á Algarve í gær.
Gyökeres neitar að æfa með Sporting en hann er að reyna að pressa á félagið til að selja hann til Arsenal.
Einnig er Gyökeres ósáttur með Frederico Varandas, forseta Sporting, fyrir að hafa brotið heiðursmannasamkomulag um verðmiða leikmannsins.
Samkvæmt Fabrizio Romano er þó allt að þokast í rétta átt og er Arsenal sagt vera að ganga frá viðræðum um kaup á sænska landsliðsmanninum,
Það má gera ráð fyrir því að gengið verði frá helstu atriðum á næstu dögum áður en hann verður kynntur hjá Arsenal.
Þar sem Gyökeres hefur ekkert æft með Sporting var það fremur eðlilegt að hann hafi ekki verið með liðinu í æfingaleiknum gegn Celtic í gær, en stuðningsmenn sáu tækifæri til að senda honum skýr skilaboð.
„Enginn er stærri en félagið,“ skrifuðu stuðningsmenn á borða sem var staðsettur í stúkunni.
Arsenal mun greiða um 63,5 milljónir punda fyrir Gyökeres sem hefur skorað 97 mörk í 102 leikjum sínum fyrir Sporting á tveimur tímabilum.
Adeptos integrantes das claques do Sporting exibiram, nesta quarta-feira, uma tarja contra Viktor Gyökeres.
— maisfutebol (@maisfutebol) July 17, 2025
O momento aconteceu durante o Sporting-Celtic, nos instantes finais do jogo de preparação em que os leões perderam por 2-0. pic.twitter.com/pirHOna0pD
Athugasemdir