Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal reyndi við miðjumann Bayern fyrir HM félagsliða
Joao Palhinha.
Joao Palhinha.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal hafði áhuga á Joao Palhinha, miðjumanni Bayern München, áður en HM félagsliða hófst.

Þetta herma heimildir þýska dagblaðsins Bild.

Arsenal var að skoða miðjumenn fyrr í sumar og var Palhinha á lista félagsins.

Palhinha hefur átt erfitt uppdráttar eftir félagaskipti sín til Bayern en hann lék áður vel með Fulham á Englandi.

Bayern var tilbúið að selja hann fyrir 26 milljónir punda í sumar en Arsenal og þýska stórveldið komust ekki að samkomulagi um kaupverð. Arsenal keypti svo Christian Norgaard frá Brentford í staðinn.
Athugasemdir
banner