
Jón Páll Pálmason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Einars Guðnasonar hjá meistaraflokki kvenna hjá Víkingi.
Jón er uppalinn í FH og steig sín fyrstu skref í þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Einnig hefur hann þjálfað kvennalið Fylkis, karlalið Víkings Ó og Hattar. Í Noregi þjálfaði hann liðið Klepp IL í efstu deild kvenna og eftir þriggja ára dvöl þar færði hann sig til karlaliðs Stord. Jón hefur einnig starfað í akademíu hjá Total Football Club í Texas.
Jón er uppalinn í FH og steig sín fyrstu skref í þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Einnig hefur hann þjálfað kvennalið Fylkis, karlalið Víkings Ó og Hattar. Í Noregi þjálfaði hann liðið Klepp IL í efstu deild kvenna og eftir þriggja ára dvöl þar færði hann sig til karlaliðs Stord. Jón hefur einnig starfað í akademíu hjá Total Football Club í Texas.
Einar Guðna var ráðinn þjálfari Víkings í lok síðasta mánaðar. Víkingur er í næstneðsta sæti Bestu deildar kvenna með sjö stig sem er langt undir væntingum en liðinu var spáð þriðja sæti. Hann tók við af John Andrews sem var látinn taka pokann sinn.
Jón Páll Pálmason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari í þjálfarateymi mfl. kvk Víkings. Jón er með UEFA A þjálfaragráðu og kemur inn í teymið með mikla reynslu. Velkominn í Hamingjuna Jón! ??????
— Víkingur (@vikingurfc) July 17, 2025
Sjá nánar : https://t.co/nzOhXCZV7a pic.twitter.com/iHro2dYABS
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 10 | 8 | 1 | 1 | 40 - 7 | +33 | 25 |
2. Þróttur R. | 10 | 8 | 1 | 1 | 23 - 8 | +15 | 25 |
3. FH | 10 | 7 | 1 | 2 | 23 - 11 | +12 | 22 |
4. Þór/KA | 10 | 6 | 0 | 4 | 19 - 16 | +3 | 18 |
5. Fram | 10 | 5 | 0 | 5 | 14 - 21 | -7 | 15 |
6. Valur | 10 | 3 | 3 | 4 | 12 - 14 | -2 | 12 |
7. Stjarnan | 10 | 4 | 0 | 6 | 11 - 22 | -11 | 12 |
8. Tindastóll | 10 | 3 | 1 | 6 | 15 - 20 | -5 | 10 |
9. Víkingur R. | 10 | 2 | 1 | 7 | 16 - 26 | -10 | 7 |
10. FHL | 10 | 0 | 0 | 10 | 4 - 32 | -28 | 0 |
Athugasemdir