Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 14:57
Elvar Geir Magnússon
Jón Páll aðstoðar Einar Guðna með Víking (Staðfest)
Kvenaboltinn
Einar Guðnason og Jón Páll Pálmason.
Einar Guðnason og Jón Páll Pálmason.
Mynd: Víkingur
Jón Páll Pálmason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Einars Guðnasonar hjá meistaraflokki kvenna hjá Víkingi.

Jón er uppalinn í FH og steig sín fyrstu skref í þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Einnig hefur hann þjálfað kvennalið Fylkis, karlalið Víkings Ó og Hattar. Í Noregi þjálfaði hann liðið Klepp IL í efstu deild kvenna og eftir þriggja ára dvöl þar færði hann sig til karlaliðs Stord. Jón hefur einnig starfað í akademíu hjá Total Football Club í Texas.

Einar Guðna var ráðinn þjálfari Víkings í lok síðasta mánaðar. Víkingur er í næstneðsta sæti Bestu deildar kvenna með sjö stig sem er langt undir væntingum en liðinu var spáð þriðja sæti. Hann tók við af John Andrews sem var látinn taka pokann sinn.


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 10 8 1 1 40 - 7 +33 25
2.    Þróttur R. 10 8 1 1 23 - 8 +15 25
3.    FH 10 7 1 2 23 - 11 +12 22
4.    Þór/KA 10 6 0 4 19 - 16 +3 18
5.    Fram 10 5 0 5 14 - 21 -7 15
6.    Valur 10 3 3 4 12 - 14 -2 12
7.    Stjarnan 10 4 0 6 11 - 22 -11 12
8.    Tindastóll 10 3 1 6 15 - 20 -5 10
9.    Víkingur R. 10 2 1 7 16 - 26 -10 7
10.    FHL 10 0 0 10 4 - 32 -28 0
Athugasemdir
banner
banner
banner