Heimild: Guardian

Alejandro Garnacho og Rúben Amorim. Það hefur lítið gerst í leikmannamálum Manchester United í sumar og ókyrrð er innan félagsins.
Manchester United stendur frammi fyrir erfiðum áskorunum undir stjórn Rúben Amorim, sem reynir að byggja liðið aftur upp eftir öll vonbrigiðin síðasta tímabil. Guardian fjallar um erfitt sumar félagsins.
United hefur aðeins bætt Matheus Cunha frá Wolves í leikmannahópinn fyrir 62,5 milljónir punda, en fjárhagsstaðan og þörfin á að selja leikmenn hefur tafið frekari kaup, þar á meðal mögulegan samning við leikmenn eins og Bryan Mbeumo frá Brentford. Rauðu djöflarnir reyndu að fá Liam Delap en hann valdi Chelsea.
Á sama tíma hefur hópur nokkurra leikmanna – Marcus Rashford, Alejandro Garnacho, Antony, Jadon Sancho og Tyrell Malacia – verið að æfa sér eftir að liðið hefur lokið æfingum undir stjórn Amorim. Allir fimm eru á sölulista og vilja yfirgefa félagið. Þessi þróun hefur skapað ókyrrð innan liðsins og dregið úr getu félagsins á leikmannamarkaðinum.
Manchester United verður ekki í Evrópukeppni á komandi keppnistímabili og miðað við erfiðleikana á leikmannamarkaðnum er erfitt að sjá United geta gert sig gildandi í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir