Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Enn í viðræðum um kaupverð fyrir Skriniar
PSG vill losna við Skriniar og Randal Kolo Muani í sumar. Frakklandsmeistararnir eru tilbúnir til að selja Skriniar fyrir svo lítið sem 15 milljónir evra. Ensk úrvalsdeildarfélög eru áhugasöm en leikmaðurinn er sagður vilja frekar vera aðalstjarnan hjá Fenerbahce heldur en aukaleikari á Englandi.
PSG vill losna við Skriniar og Randal Kolo Muani í sumar. Frakklandsmeistararnir eru tilbúnir til að selja Skriniar fyrir svo lítið sem 15 milljónir evra. Ensk úrvalsdeildarfélög eru áhugasöm en leikmaðurinn er sagður vilja frekar vera aðalstjarnan hjá Fenerbahce heldur en aukaleikari á Englandi.
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn öflugi Milan Skriniar vill ólmur vera seldur til Fenerbahce í sumar þó að hann eigi ennþá þrjú ár eftir af samningi sínum við risaveldi Paris Saint-Germain.

Skriniar er 30 ára gamall og hefur ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliði PSG síðan hann skrifaði undir samning við félagið fyrir tveimur árum.

Hann var lánaður til Fenerbahce á seinni hluta síðustu leiktíðar og varð ástfanginn af félaginu. Hann vill ólmur skipta aftur til Tyrklands í sumar.

Hann er búinn að ná samkomulagi við Fenerbahce um kaup og kjör en tyrknesku risarnir eiga eftir að semja við PSG um kaupverð. Þær viðræður hafa verið í gangi undanfarnar vikur með hléum og miðar hægt áfram.

Fenerbahce er að vinna hörðum höndum að því að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir næstu leiktíð þar sem José Mourinho þjálfari vill ólmur vinna titla með félaginu. Galatasaray hefur verið sterkara liðið á undanförnum árum og er einnig að styrkja sig á leikmannamarkaðinum í sumar.

Skriniar er ekki inni í myndinni hjá Luis Enrique þjálfara PSG. Hann reiðir sig á Willian Pacho, Lucas Beraldo, Marquinhos og Presnel Kimpembe.
Athugasemdir
banner