Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 16:37
Elvar Geir Magnússon
Tryggvi skoraði frá eigin vallarhelmingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú stendur yfir seinni leikur Flóru Tallinn og Vals í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Valur vann 3-0 á heimavelli og er 1-0 yfir í Tallinn.

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði magnað mark frá eigin vallarhelmingi á 29. mínútu á A le Coq leikvangnum.

Lestu um leikinn: Flora Tallinn 1 -  2 Valur

„VÁÁÁÁÁ!!!!!! FYRIR AFTAN MIÐJU! Adam Ægir vinnur boltann á eigin vallarhelmingi, boltinn berst á Tryggva sem lætur vaða fyrir aftan miðju og boltinn svífur yfir Grünvald og í netið! Sturlað mark hjá Tryggva, þvílík spyrna!!!!" skrifaði Sæbjörn Steinke í textalýsingu frá leiknum.

Það er líklegast að Valur mætir litháenska liðinu Kauno Zalgiris í næstu umferð forkeppninnar. Kauno er 3-0 yfir gegn velska liðinu Penybont eftir fyrri leik liðanna.


Athugasemdir
banner
banner