Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Noa Lang til Napoli (Staðfest)
Noa Lang er orðinn leikmaður Napoli.
Noa Lang er orðinn leikmaður Napoli.
Mynd: EPA
Noa Lang er formlega orðinn leikmaður Napoli en hann hefur verið keyptur frá PSV Eindhoven. Hollenski landsliðsmaðurinn gekkst undir læknisskoðun á þriðjudag.

Hann stóðs þá skoðun með miklum sóma og hefur skrifað undir fimm ára samning við Ítalíumeistarana.

Með öllu fer kaupverðið upp í 28 milljónir evra og PSV mun fá 10% af framtíðarsölu.

Lang hélt upp á 26 ára afmæli sitt í síðasta mánuði en hann lék fyrir Twente og Club Brugge áður en PSBV keypti hann sumarið 2023 fyrir 12,5 milljónir evra.

Þessi fjölhæfi sóknarleikmaður hefur leikið 14 landsleiki fyrir Holland og á þrjú mörk og tvær stoðsendingar fyrir þjóð sína.


Athugasemdir
banner
banner