Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 06:00
Auglýsingar
Tindastóll auglýsir eftir yfirþjálfara yngri flokka
Frá Sauðárkróki.
Frá Sauðárkróki.
Mynd: Ómar Bragi Stefánsson
Barna-og unglingaráð Knattspyrnudeildar Tindastóls leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að leiða starf deildarinnar á komandi árum.

Yfirþjálfari er leiðtogi sem hefur yfirumsjón með starfi yngri flokka Tindstóls, skipulagi og daglegum rekstri. Hann er næsti yfirmaður þjálfara deildarinnar, vinnur náið með þeim og ber ábyrgð á því að skapa samheldni og jákvæða liðsheild í þjálfarahópnum.

Góð kjör í boði fyrir réttan aðila.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendast á [email protected] og er umsóknarfrestur til 31. júlí. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar má fá í gegnum tölvupóst, á [email protected] eða hjá Aðalsteini Arnarsyni í síma 8466729, f.h. barna-og unglingaráðs

Ath! Félagið getur einnig bætt við sig þjálfurnum og aðstoðarþjálfurum fyrir veturinn og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband.

Tindastóll rekur öflugt barna-og unglingastarf frá 8. flokki upp í 2. flokk, karla og kvenna, alls um 300 iðkendur. Öflug stjórn og þéttur þjálfarahópur er nú þegar til staðar. Aðstaða á Sauðárkróki er með besta móti með grasvöllum og upphituðum gerfigrasvelli í fullri stærð. Barna- og unglingaráð er sjálfstæð eining í góðum rekstri. Deildin stendur fyrir 2 stórum knattspyrnumótum á hverju ári.
Athugasemdir
banner