Barna-og unglingaráð Knattspyrnudeildar Tindastóls leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að leiða starf deildarinnar á komandi árum.
Yfirþjálfari er leiðtogi sem hefur yfirumsjón með starfi yngri flokka Tindstóls, skipulagi og daglegum rekstri. Hann er næsti yfirmaður þjálfara deildarinnar, vinnur náið með þeim og ber ábyrgð á því að skapa samheldni og jákvæða liðsheild í þjálfarahópnum.
Góð kjör í boði fyrir réttan aðila.
Yfirþjálfari er leiðtogi sem hefur yfirumsjón með starfi yngri flokka Tindstóls, skipulagi og daglegum rekstri. Hann er næsti yfirmaður þjálfara deildarinnar, vinnur náið með þeim og ber ábyrgð á því að skapa samheldni og jákvæða liðsheild í þjálfarahópnum.
Góð kjör í boði fyrir réttan aðila.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendast á [email protected] og er umsóknarfrestur til 31. júlí. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar má fá í gegnum tölvupóst, á [email protected] eða hjá Aðalsteini Arnarsyni í síma 8466729, f.h. barna-og unglingaráðs
Ath! Félagið getur einnig bætt við sig þjálfurnum og aðstoðarþjálfurum fyrir veturinn og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband.
Tindastóll rekur öflugt barna-og unglingastarf frá 8. flokki upp í 2. flokk, karla og kvenna, alls um 300 iðkendur. Öflug stjórn og þéttur þjálfarahópur er nú þegar til staðar. Aðstaða á Sauðárkróki er með besta móti með grasvöllum og upphituðum gerfigrasvelli í fullri stærð. Barna- og unglingaráð er sjálfstæð eining í góðum rekstri. Deildin stendur fyrir 2 stórum knattspyrnumótum á hverju ári.
Athugasemdir