Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ederson á leið til Tyrklands?
Ederson.
Ederson.
Mynd: EPA
Tyrkneska félagið Galatasaray hefur gert tilboð í Ederson, markvörð Manchester City.

Samkvæmt franska blaðinu L'Equipe er tilboðið aðeins upp á um 3 milljónir evra.

Ederson var keyptur til Man City frá Benfica fyrir 35 milljónir evra sumarið 2017. Hann hefur síðan þá spilað 372 leiki fyrir félagið og spilað afar vel. Á þessum tíma hefur hann verið einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar.

Ederson er orðinn 31 árs og það er möguleiki að hann takist á við nýja áskorun í sumar. Samkvæmt TeamTalk hefur Galatasaray mikla trú á því að félaginu takist að landa Ederson og hefur fengið góð merki frá leikmanninum.

Það er þó líklegt að félagið þurfi aðeins að hækka tilboð sitt en það kemur í ljós.

Það hefur einnig verið áhugi á Ederson frá Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner