Ítalska félagið Juventus er sagt vera að vinna í því að fá tvo leikmann frá Manchester United.
Um er að ræða tvo leikmenn sem United hefur engan áhuga á því að halda í sínum röðum en það eru kantmennirnir Jadon Sancho og Marcus Rashford.
Um er að ræða tvo leikmenn sem United hefur engan áhuga á því að halda í sínum röðum en það eru kantmennirnir Jadon Sancho og Marcus Rashford.
Samkvæmt Sky Sports er Juventus að ýta á eftir því að fá Sancho og er í miklu sambandi við umboðsmenn hans.
Sancho var á láni hjá Chelsea á síðasta tímabili en Lundúnafélagið borgaði sekt til þess að kaupa hann ekki eftir tímabilið.
Juventus hefur núna líka spurst fyrir Rashford og fengið upplýsingar um hann. Dusan Vlahovic er líklega að yfirgefa Juve og horfir ítalska félagið á Rashford sem möguleika út af því.
Barcelona hefur einnig áhuga á Rashford.
Athugasemdir