Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Sýnum með styrkingunum að við ætlum klárlega að taka þátt í baráttunni"
Lengjudeildin
'Með öflugri, reyndari og betur samsettan hóp'
'Með öflugri, reyndari og betur samsettan hóp'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar ósigraðir í 2. sæti Lengjudeildarinnar.
Njarðvíkingar ósigraðir í 2. sæti Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson er yfirmaður fótboltamála hjá Njarðvík.
Rafn Markús Vilbergsson er yfirmaður fótboltamála hjá Njarðvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík hefur á síðustu dögum fengið til sín tvo leikmenn fyrir baráttuna í seinni hluta Lengjudeildarinnar. Ganverjinn Thomas Boakye kom frá Halmstad í Svíþjóð og Manuel Gavilán kom frá Spáni.

Fótbolti.net ræddi við Rafn Markús Vilbergsson, yfirmann fótboltamála hjá Njarðvík, um stöðuna á liðinu núna þegar tíu umferðir eru eftir af deildinni. Njarðvík situr í 2. sæti deildarinnar og er ósigrað með sex sigra og sex jafntefli. Markatala liðsins er 30:12. Næsti leikur er gegn Fylki á útivelli á morgun.

„Eins og staðan er núna, þá er þetta hópurinn sem klárar mótið með okkur, Amin Cosic fer til KR eftir leikinn gegn Fylki."

„Við erum mjög ánægðir með að fá þessa tvö inn. Þeir munu klárlega styrkja og stækka hópinn hjá okkur."

„Það vantaði breidd, fáum í Thomasi mann sem getur spilað báðu megin, bæði kant og bakvörð."

„Manuel er hugsaður meira fram á við, níunni/tíunni eða á köntunum."


Njarðvík er stigi á eftir toppliði ÍR og með jafnmörg stig og HK í toppbaráttunni. Síðasti leikur endaði með 1-1 jafntefli gegn Völsungi á Húsavík.

„Tímabilið hefur gengið mjög vel en auðvitað of mörg jafntefli, það vantar ekki mikið upp á að vera í enn betri stöðu."

„Það eru of margir leikir sem hafa dottið í jafntefli, í raun bara einn jafnteflisleikur þar sem mér fannst við ekki eiga meira skilið. Það var gegn ÍR en við klúðruðum samt víti í lokin. Það er eini leikurinn sem mér fannst við ekki geta sagst hafa verið betri, það var sanngjarnt jafntefli en hefðum stolið sigrinum ef við hefðum skorað úr vítinu„"
segir Rabbi.

Hann hrósar öflugri stjórn, starfsfólki og þjálfarateymi Njarðvíkur fyrir starfið til þessa.

„Við erum með þremur stigum meira en á sama tíma í fyrra, með öflugri, reyndari og betur samsettan hóp. Það telur."

„Það er skemmtileg barátta framundan sem við ætlum klárlega að taka þátt í, við erum að sýna það með þessum styrkingum, við ætlum að vera með í þessu."

Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    Njarðvík 12 6 6 0 30 - 12 +18 24
3.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Þór 12 6 2 4 28 - 19 +9 20
6.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 12 4 2 6 18 - 27 -9 14
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 12 2 3 7 12 - 27 -15 9
Athugasemdir
banner