Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 10. júlí 2022 12:08
Brynjar Ingi Erluson
Kári Jóns og Dýrfinna í miklu stuði á Fanzone
Icelandair
Kári Jónsson og Dýrfinna Arnardóttir, systir Guðrúnar
Kári Jónsson og Dýrfinna Arnardóttir, systir Guðrúnar
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stemningin er svakaleg í Picadilly-garðinum í Manchester en íslensku stuðningsmennirnir hita nú upp fyrir fyrsta leikinn sem er spilaður gegn Belgíu klukkan 16:00 í dag.

Leikurinn fer fram á akademíuvelli Manchester City og er þetta hreinn úrslitaleikur, en íslenska liðið þarf að fá stig úr þessum leik til að eiga góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Fótbolti.net er á svæðinu og ræddi við stuðningsmenn íslenska liðsins í dag en þar var meðal annars rætt við Dýrfinnu Arnardóttur, systur Guðrúnar, sem verður væntanlega í hjarta varnarinnar gegn Belgíu í dag. Kærasti Dýrfinnu er körfuboltamaðurinn Kári Jónsson, sem er á mála hjá Íslandsmeisturum Vals.

„Systir hennar Dýrfinnu er Guðrún í liðinu þannig við fjölskyldan komin til Manchester að styðja og fylgja þessu," sagði Kári, en þau eru að upplifa sitt fyrsta fótboltamót.

„Heyrðu, þetta er í fyrsta sinn sem við förum á EM kvenna og bara fótboltamót. Við erum meira í körfuboltamótunum en það er mikið fjör og spenningur í loftinu."

Þau fóru á Evrópumót karlalandsliðsins í körfubolta fyrir fimm árum en Dýrfinna segir að það hafi verið aðeins öðruvísi tilfinning.

„Já og nei, við fórum á EM karla 2017 og það var aðeins meiri drykkja þar, svona hingað til."

Kári er spenntur fyrir þessu móti.

„Ég held að með þessu veðri og svo er smá fiðringur þannig það er mikill spenningur og fjör. Við erum spennt og bjartsýn."

Þau völdu sér uppáhaldsleikmann á eftir Guðrúnu en Glódís Perla Viggósdóttir er ofarlega á listanum.

„Ég elska Glódísi og finnst hún geggjuð í öllu sem hún gerir og svo Munda," sagði Dýrfinna og tók Kári undir.

„Ég er sammála henni með Glódísi, hún er frábær. Þær verða vonandi mjög gott teymi í hjarta varnarinnar," sagði Kári svo í lokin.
Athugasemdir
banner