

„Þetta var bæting frá seinustu leikjum, en það vantar upp á markaskorun.'' segir Elvý Rut Búadóttir, fyrirliði Fjölnis, eftir 0-3 tap gegn FHL á heimavelli í Lengjudeild kvenna.
Lestu um leikinn: Fjölnir 0 - 3 Fjarðab/Höttur/Leiknir
Fjölnir liggur í næst neðsta sæti í deildinni.
„Það er frekar svekkjandi og ekki staðan sem við ætluðum að vera í. Við verðum bara að halda áfram og reyna að bæta í.''
Aðal markvörður Fjölnis, Sofia Manner, var ekki með í hóp og þá fékk Elinóra sinn fyrsta leik með Fjölnir.
„Hún var lasin og gat ekki verið með í dag. Elinóra stóð sig vel, fyrsti leikurinn hennar og hún steig upp.''
„Við verðum að byrja á að fá inn mörk, reyna að spila betur og við þurfum líka að verjast betur. Við getum ekki verið að fá á okkur mörk í hverjum einasta leik.''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.
Athugasemdir