Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. júlí 2020 21:09
Brynjar Ingi Erluson
England: Stórsigur hjá Man CIty - Sterling með þrennu
Raheem Sterling gerði þrennu og var þriðja markið ansi skrautlegt
Raheem Sterling gerði þrennu og var þriðja markið ansi skrautlegt
Mynd: Getty Images
Brighton 0 - 5 Manchester City
0-1 Raheem Sterling ('21 )
0-2 Gabriel Jesus ('44 )
0-3 Raheem Sterling ('53 )
0-4 Bernardo Silva ('56 )
0-5 Raheem Sterling ('81 )

Raheem Sterling skoraði fjórðu þrennu sína í ensku úrvalsdeildinni í 5-0 sigri Manchester City á Brighton í 35. umferðinni. Sæti Man City í Meistaradeildinni er því tryggt.

Sterling kom City yfir á 21. mínútu leiksins og var það alveg í takt við byrjun leiksins. Gabriel Jesus átti þá laglega sendingu á Sterling sem lét vaða af 20 metra og fór boltinn meðfram jörðinni og framhjá Matthew Ryan í markinu.

Gabriel Jesus gerði annað markið undir lok fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu. Hornspyrnan fór á Rodri sem stangaði hann í átt að Jesus og þurfti brasilíski framherjinn ekki að hafa mikið fyrir því að koma boltanum í netið.

Sterling bætti við þriðja markinu á 53. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Riyad Mahrez áður en Bernardo Silva gerði fjórða markið þremur mínútum síðar.

Bernardo átti skot sem Ryan átti í erfiðleikum með. Jesus náði til boltans og endaði boltinn aftur hjá Bernardo sem skoraði af stuttu færi.

Sterling fullkomnaði þrennu sína á 81. mínútu og var það mark stórundarlegt í alla staði. Sterlin lyfti boltanum yfir Lewis Dunk og var þá Adam Webster mættur í hjálpina og ætlaði að reyna að hreinsa frá. Sterling ætlaði að forðast samstuð en einhvern vegin skoppaði boltinn af hausnum á honum, klobbaði Ryan og í netið.

Lokatölur 5-0 fyrir Manchester City sem er áfram í 2. sæti með 72 stig og Meistaradeildarsæti tryggt þegar þrjár umferðir eru eftir á meðan Brighton er í 15 sæti með 36 stig.
Athugasemdir
banner
banner