Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo valinn besti leikmaður tímabilsins og hafði betur gegn Jóa Berg í baráttu um flottasta markið
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Portúgalinn Cristiano Ronaldo var valinn besti leikmaður tímabilsins í Sádi-Arabíu af stuðningsmönnum og átti þá flottasta markið í deildinni.

Hinn fertugi Ronaldo var fimmtán sinnum valinn maður leiksins í 30 leikjum Al Nassr á tímabilinu og dugði það honum til sigurs á valinu sem besti leikmaðurinn.

Ronaldo skoraði 25 mörk í 30 deildarleikjum en aftur fór Al Nassr titlalaust í gegnum tímabilið. Portúgalinn gaf þá þrjár stoðsendingar á liðsfélaga sína.

Á meðan skoraði Karim Benzema, sem varð deildarmeistari með Al Ittihad, 21 mark og gaf níu stoðsendingar.

Þetta voru ekki einu verðlaunin sem Ronaldo sópaði til sín en mark hans gegn Al Riyadh var valið það flottasta. Alls fékk hann 19 prósent af atkvæðum.

Mark Jóhanns Berg Guðmundssonar gegn Al Nassr í 7. umferð var einnig tilnefnt ásamt mörgum flottum mörkum frá leikmönnum á borð við Sergej Milinkovic-Savic. Moussa Diaby og Karim Benzema.


Athugasemdir
banner