Englandsmeistarar Liverpool hafa formlega skráð sig í baráttuna um brasilíska sóknarmanninn, Rodrygo, sem er á mála hjá Real Madrid á Spáni.
Liverpool er í leit að sóknarmanni sem getur spilað á báðum vængjunum og jafnvel leyst af sem fremsti maður og uppfyllir Rodrygo öll skilyrðin.
Rodrygo er 24 ára gamall leikmaður sem er í hæsta gæðaflokki. Hann hefur verið á mála hjá Real Madrid frá 2019 en félagið er nú sagt reiðubúið að selja hann.
ESPN í Brasilíu fullyrðir að Liverpool sé komið í baráttuna um Rodrygo.
Arsenal hefur einnig verið á eftir honum, en hann hefur þegar hafnað þeim möguleika að fara til Sádi-Arabíu og er enska úrvalsdeildin því lang líklegasti áfangastaður hans.
Talið er að Real Madrid sé tilbúið að leyfa honum að fara fyrir um það bil 80-85 milljónir punda.
Liverpool er á höttunum á eftir nokkrum leikmönnum í sóknarstöðurnar. Félagið er á eftir Alexander Isak, leikmanni Newcastle United og Hugo Ekitike hjá Eintracht Frankfurt. Þá má alveg búast við því að þeir Luis Díaz og Darwin Nunez fari frá félaginu á næsta mánuðnum, en báðir hafa verið orðaðir við félög í Sádi-Arabíu.
Athugasemdir