Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea og Man Utd íhuga að gera leikmannaskipti
Mynd: EPA
Chelsea og Manchester United eru að íhuga að skiptast á leikmönnum í sumarglugganum en þetta segir miðillinn iNews í dag.

Man Utd er alvarlega að skoða það að fá Nicolas Jackson fá Chelsea til að styrkja sóknarlínuna.

Chelsea er komið með of marga framherja og gæti Jackson yfirgefið félagið.

iNews heldur því fram að Chelsea og Man Utd gætu skipst á Jackson og Alejandro Garnacho, sem hefur verið tjáð af Ruben Amorim, stjóra United, að hann geti fundið sér nýtt félag.

Skiptin gætu þá hjálpað báðum félögum þegar það kemur að fjárhagsreglum deildarinnar. Báðir eru metnir á um 60 milljónir punda og er talað um að félögin geri hrein skipti.

Jackson hefur skorað 24 deildarmörk á tíma sínum hjá Chelsea á meðan Garnacho, sem spilar stöðu vængmanns, hefur skorað 16 mörk.
Athugasemdir
banner
banner