Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
banner
   fim 17. júlí 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Landsliðsmaður á leið til Wrexham
Mynd: EPA
Wrexham er að ganga frá kaupum á Nýja-sjálenska vinstri bakverðinum Liberato Cacace frá B-deildarliði Empoli, en þetta segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Gianluca Di Marzio.

Wrexham mun spila í ensku B-deildinni á komandi leiktíð eftir að hafa hafnað í öðru sæti C-deildarinnar á síðasta tímabili.

Uppgangur Wrexham hefur verið ævintýralegur. Hollywood-leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney hafa lagt líf og sál í félagið síðan þeir keyptu það fyrir fimm árum.

Þeir félagarnir ætla að halda áfram að styrkja hópinn og gera það vel reiðubúið í átökin á komandi tímabili, en það er nú að landa Cacace frá Empoli, sem féll úr A-deildinni á Ítalíu á síðustu leiktíð.

Cace er 24 ára gamall og er fastamaður í landsliði Nýja-Sjálands.

Hann skoraði 2 mörk fyrir Empoli á síðasta tímabili og er nú nálægt því að ganga í raðir Wrexham fyrir um það bil 2 milljónir punda.

Cacace á 32 A-landsleiki að baki með Nýja-Sjálandi og hefur skorað 1 mark.
Athugasemdir
banner