Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool tilbúið að borga meira en Newcastle
Mynd: EPA
Liverpool er reiðubúið að borga meira en það sem Newcastle United er reiðubúið að borga fyrir franska sóknarmanninn Hugo Ekitike. Þetta segir Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi.

Newcastle hefur átt í viðræðum við Eintracht Frankfurt um Ekitike, sem er einn heitasti framherji Evrópu um þessar mundir.

Liverpool og Manchester United hafa einnig verið að sýna honum áhuga, en Ekitike er hins vegar annar kostur Liverpool á eftir Alexander Isak, leikmanni Newcastle.

Ef Newcastle neitar að selja Isak til Liverpool munu Englandsmeistararnir setja alla einbeitingu á að landa Ekitike.

Plettenberg segir að Liverpool sé tilbúið að borga meira en það sem Newcastle bauð á dögunum. Newcastle lagði fram 80 milljóna evra tilboð sem Frankfurt hafnaði, en viðræður eru áfram í gangi og er talið að þýska félagið vilji að minnsta kosti 100 milljónir evra.

Þýski blaðamaðurinn segir einnig að ekki sé hægt að útiloka Man Utd í kapphlaupinu sem fylgist náið með stöðu mála.
Athugasemdir
banner